Forsíða Geðfræðsla Fyrir Foreldra Um Hugrúnu

Fíkn

Fólk notar áfengi og önnur vímuefni eða lyf af mörgum ástæðum. Talað er um vandamál þegar neysla áfengis, vímuefna og/eða lyfjaneysla er óviðeigandi þ.e. endurtekin notkun til að upplifa vímu, fást við streitu, og/eða til að breyta eða forðast aðstæður sínar. Óviðeigandi notkun getur líka einkennst af því að nota lyfseðilskyld lyf á annan hátt en læknir mælir með. Talað er um fíkn þegar fólk getur ekki lengur haft stjórn á hvötinni til að nota vímuefni eða lyf þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar neyslunnar.

Fíknisjúkdómur er skilgreindur sem langvinnur heilasjúkdómur vegna þess að áfengi og vímuefni breyta heilanum og starfsemi hans og þessar breytingar geta verið langvarandi og leiða til stjórnleysis og breytinga á áhugahvöt og geðslagi.

Hér má finna viðtal við einstakling sem glímt hefur við fíkn bæði á myndbandaformi og í hefðbundnum texta, myndbandið er úr herferð Hugrúnar #huguð