UM HUGRÚNU

Um félagið

Hugrún var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Síðan þá hafa fjölmargir aðilar komið að starfi félagsins úr ýmsum greinum háskólans og víðar. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund.

Á meðal verkefna sem félagið hefur staðið að, auk fræðslu í framhaldsskólum, eru opin fræðslukvöld í Háskóla Íslands fyrir almenning, greinaskriftaátak í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október, fræðsla og kynningar í félagsmiðstöðvum, fræðsla fyrir foreldra- og nemendafélög og fleiri.

Á hverju ári býðst háskólanemendum tækifæri á að starfa sem fræðarar fyrir hönd Hugrúnar. Þeir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði áður en þeir mega halda fræðslur. Í ár eru starfandi um 70 fræðarar sem vinna í sjálfboðavinnu að ferðast um land allt í grunn- og framhaldsskóla og fræða ungmenni um geðheilbrigði, -sjúkdóma og úrræði sem standa til boða.

Félaginu og starfsemi félagsins er haldið uppi af áhugasömum háskólanemendum sem brenna fyrir að bæta vitneskju um geðheilbrigði, útrýma fordómum og styrkja ungmenni.

Vefsíðan var opnuð haustið 2016 og er markmið hennar að gera fræðsluefni um geðheilbrigði og geðsjúkdóma aðgengilegt, á mannamáli. Sömuleiðis eru birtar reglulega fréttir af starfseminni, greinar og pistlar frá gestahöfundum sem og viðtöl.

„Meðlimir Hugrúnar eiga það sameiginlegt að vera mjög annt um að upplýsa ungt fólk um mikilvægi geðheilbrigðis“

BÓKA
FYRIR-
LESTUR

Einfalt er að bóka fyrirlestur um geðheilbrigði og geðsjúkdóma frá fyrirlesurum Hugrúnar. Senda þarf tölvupóst á gedfraedsla@gedfraedsla.is eða hafa samband á Facebook síðu Hugrúnar.

Hugrún veitir fræðslu fyrir ungmenni. Við höfum haldið fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum. Fræðslan okkar fjallar um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði. Ef það eru sérstakar óskir, vinsamlegst takið það fram.

Allir sem koma að starfsemi Hugrúnar vinna sjálfboðavinnu og reynum við eftir fremsta magni að veita gjaldfrjálsa fræðslu.

STYRKJA
HUGRÚNU

Hægt er að gefa frjáls framlög til Hugrúnar með því að leggja inn á reikning 0331-26-002581, kt. 590716-0490

Hugrún fjármagnar fræðslu fyrir ungmenni um geðheilbrigði og geðraskanir um land allt með frjálsum framlögum og styrkjum. Allir sem koma að starfsemi Hugrúnar eru sjálfboðaliðar og taka félagsmenn ekki greiðslur til sín.

Kjósir þú að greiða framlag með öðrum hætti en með millifærslu biðjum við þig um að hafa samband við stjórn Hugrúnar á gedfraedsla@gedfraedsla.is eða hafa samband á Facebook síðu Hugrúnar.

Gerast meðlimur

Ef þú ert áhugasöm/samur/samt um starfið og vilt leggja Hugrúnu lið þá eru ýmsar leiðir til þess. Hægt er að verða sjálfboðaliði og/eða styrktaraðili Hugrúnar.

Hugrún heldur úti Facebook hópnum Geðfræðsla! þar sem reglulega er auglýst eftir aðstoð við alls konar verkefni tengd starfsemi Hugrúnar. Hver sem er getur sótt um aðgang að hópnum en hann er ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga á geðfræðslu og vitundarvakningu um geðheilbrigði og geðsjúkdóma.

Háskólanemar geta þar að auki gerst sjálfboðaliðar fyrir Hugrúnu óháð námsbraut og á hverju hausti stendur Hugrún fyrir fræðslukvöldum og fræðsluferð þar sem þjálfun nýrra fræðara fer fram. Fræðslukvöldin og ferðirnar eru vel auglýstar hverju sinni bæði á vefsíðu og Facebook síðu Hugrúnar og á Facebook hópnum (Geðfræðsla!). Hlutverk fræðara er að fara í grunn- og framhaldsskóla með fræðslu Hugrúnar og taka almennt þátt í starfsemi félagsins.

Stjórn félagsins

Ritstjórn

Hafa samband