FRÆÐSLUDAGUR HUGRÚNAR

Fræðsludagur Hugrúnar verður laugardaginn 22. september í frístundamiðstöðinni Árseli, Rofabæ 30, frá kl. 11:00 til 18:00. Á fræðsludeginum verður farið yfir geðfræðsluefni vetrarins skref fyrir skref og hvernig fræðslufyrirlestur Hugrúnar er fluttur.

Mæting á fræðsludaginn er eitt af þremur skilyrðum sem þarf að uppfylla til að verða fræðari fyrir Hugrúnu, hin tvö eru:

  • að vera háskólanemi
  • að mæta á þrjú eða fleiri fræðslukvöld Hugrúnar

Hægt að sækja um undanþágu frá mætingu á fræðslukvöld í skráningarskjalinu, með því að senda póst á hugrunhugur@gmail.com eða með facebookskilaboðum til Hugrúnar. Enn eru þrjú fræðslukvöld eftir, 17., 18. og 19. september kl. 16:30 í fyrirlestrarsalnum í Veröld, húsi Vigdísar.

Skráning fræðara fer fer fram hér!