Þessi síða miðar að því að upplýsa og fræða ungmenni og aðra um geðheilbrigði á mannlegu máli. Ástæðan fyrir því að síðan beinist einkum að ungmennum er af því að á þeim aldri greinast margir fyrst með geðsjúkdóma. Fræðsla um geðsjúkdóma ætti því að vera öllum opin og auðskiljanleg. Markmiðið með þessu verkefni er líka að útrýma fordómum gagnvart geðsjúkdómum, það gerist aðeins með aukinni fræðslu og opinni umræðu.

Við vonum að þessi síða geti hjálpað fólki til þess að fræðast og nálgast frekara efni um allt það sem tengist því að vera manneskja.