Forsíða Geðfræðsla Fyrir Foreldra Um Hugrúnu

urraedi

ÚRRÆÐI

Á Íslandi eru fjölmörg úrræði tengd geðheilsumálum. Eftirfarandi listi er ekki tæmandi en lögð var áhersla á að hér væru sem flest þeirra úrræða sem einstaklingar geta leitað til sjálfir án tilvísunar frá heilbrigðisstarfsmanni. Því eru mörg úrræði ekki skráð hér þar sem vísa þarf einstaklingum í þau, svo sem geðdeildir innan sjúkrahúsa. Tilvísanir í slík úrræði koma gjarnan frá heilsugæslu og má lesa meira um heilsugæslustöðvar að neðan.

Hafið í huga að stundum hentar meðferðaraðili eða meðferðarúrræði manni ekki og þá er mikilvægt að gefast ekki upp heldur leita annað.

Hvert skal leita? Grunnupplýsingar

  1. Til einhvers sem þú treystir. Fyrsta skrefið er yfirleitt að segja einhverjum sem þú treystir frá, hvort sem það er vinur, fjölskyldumeðlimur, námsráðgjafi, sálfræðingur eða annar fagaðili.
  2. Til heilsugæslu í þínu hverfi. Heilsugæslan er yfirleitt fyrsti viðkomustaður þegar fólk leitar sér aðstoðar við sálrænum vanda. Fyrsta skrefið er að bóka tíma hjá lækni sem getur hafið lyfjameðferð eða vísað máli þínu til annarra fagaðila. Á fjölmörgum heilsugæslustöðvum eru sálfræðingar sem læknir getur vísað máli þínu til.
  3. Á einkastofur sálfræðinga. Á heimasíðu Sálfræðingafélags Íslands sal.is er leitarvél sem nota má til að finna sálfræðinga út frá staðsetningu, tungumáli, sérhæfingu og fleiri þáttum.
  4. Á einkastofur geðlækna. Fjöldi geðlækna veita lyfja- og samtalsimeðferð á einkastofum sínum.
  5. Til bráðamóttöku geðsviðs á Landspítala. Þar starfa sálfræðingar, geðlæknar og hjúkrunarfræðingar sem eru sérmenntaðir í meðferð geðrænna vandamála. Bráðamóttaka er opin frá 12:00-19:00 á virkum dögum og frá 13:00-17:00 um helgar. Símanúmer bráðamóttöku geðsviðs er 543-4050. Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttökunnar á Landspítala Fossvogi. Utan höfuðborgarsvæðisins er ein sérhæfð geðdeild, á Akureyri. Geðdeild sjúkrahússins á Akureyri er með bráðalegurými og dag- og göngudeild. Sími sjúkrahússins er 463-0100. Einnig má hringja í neyðarnúmerið 112 í neyð.

Heilsugæsla

Til að fá aðstoð við sálrænum vanda á heilsugæslustöð þarf að bóka tíma hjá lækni. Heimilislæknar læra mikið um sálrænan vanda sem hluta af sínu sérnámi. Læknir getur ávísað geðlyfjum ef hann telur þörf á því auk þess sem læknar geta vísað málum áfram til sálfræðinga innan stöðvar. Læknar og sálfræðingar á heilsugæslu geta að auki gert tilvísanir til fjölmargra aðila og stofnana, svo sem geðlækna, sálfræðinga, deilda á spítölum, VIRK endurhæfingar, heimahjúkrunar, geðheilsuteyma og fleira. Sálfræðiþjónusta heilsugæslustöðva er fjölbreytt og ólík eftir því um hvaða stöð ræðir. Fjölmargar stöðvar eru með starfandi sálfræðinga og bjóða upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn, unglinga og í mörgum tilfellum fullorðna. Sumar heilsugæslustöðvar bjóða upp á HAM hópnámskeið (hugræn atferlismeðferð) auk fleiri úrræða. Þeir sem ekki hafa gott vald á íslensku eða ensku eiga rétt á túlkaþjónustu.

Sveitarfélög

Félagsþjónusta

Hlutverk félagsþjónustunnar er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna í sveitarfélögunum. Verkefni félagsþjónustunnar eru meðal annars almenn félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, húsnæðismál, daggæsla í heimahúsum, málefni aldraðra, félagsleg heimaþjónusta, málefni fatlaðra og málefni barna og ungmenna. Leita þarf upplýsinga um þjónustu í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þjónustan er opin öllum íbúum.

Þjónustumiðstöðvar

Íbúar sveitafélaga geta leitað til þeirrar þjónustumiðstöðvar sem tilheyrir því hverfi sem þeir búa í. Þjónustumiðstöðvar, eða hverfamiðstöðvar, veita borgarbúum ýmis konar þjónustu, t.d. ráðgjöf og almenna upplýsingagjöf um starfsemi sveitarfélagsins.

Samfélagsleg úrræði tengd geðheilsu

Geðhjálp - Samtök um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélaginu

Meðal þjónustu sem Geðhjálp býður upp á er frí ráðgjöf til einstaklinga, hagsmunagæsla og upplýsingamiðlun. Þá eru starfræktir nokkrir sjálfshjálparhópar í húsnæði Geðhjálpar fyrir til að mynda kvíða, geðhvörf og geðklofa auk sjálfshjálparhóps fyrir Pólverja á pólsku.

Hugarafl – Samtök notenda geðheilbrigðisþjónustu

Notendastýrð félagasamtök sem starfa á jafningjagrundvelli og vinna að raunverulegum bata og valdeflingu.

Grófin - Geðverndarmiðstöð á Akureyri

Grófin er hugsjón hóps notenda geðheilbrigðisþjónustu, aðstandenda og fagfólks. Miðstöðin býður upp á hópastarf og fræðslu fyrir þátttakendur í Grófinni og aðstandendur auk þess að vinna að forvörnum.

Bergið, stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri

Bjóða upp á lágþröskuldarþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Staðsett á Suðurgötu 10 í 101 Reykjavík.

Pieta- samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.

Einstaklingar geta bókað gjaldfrjálst viðtal hjá fagaðila. Samtökin taka á móti fólki frá 18 ára aldri með sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða. Aðstandendur sem hafa misst eða eiga ástvin í vanda geta sótt stuðninghópa og fengið ráðgjöf.

Rauði Krossinn - úrræði tengd geðheilsu

Rauði Krossinn rekur hjálparsímann 1717 og netspjall á 1717.is. Hægt er að hafa samband allan sólarhringinn, nafnlaust. Hægt að fá sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru. Rauði Krossinn heldur út verkefninu heimsóknarvinir sem veita félagsskap og sporna gegn félagslegri einangrun. Rauði Krossinn rekur Frú Ragnheiði í Höfuðborgarsvæðinu (Ungfrú Ragnheiður á Akureyri). Starfsfólk Frú Ragnheiðar hefur sérútbúin bíl til umráða þar sem fólk með fíkniávana getur nálgast hreinar sprautunálar og fatnað.

Bataskóli Íslands

Bataskóli Íslands býður upp á nám fyrir fólk, 18 ára og eldra, með geðrænar áskoranir, aðstandendur þeirra og starfsfólk á heilbrigðis- og velferðarsviði. Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali námskeiða sem samin eru í samvinnu sérfræðinga og fólks með reynslu af geðrænum áskorunum. Námið er nemendum að kostnaðarlausu.

Hlutverkasetur – Virknimiðstöð

Hlutverkasetrið stendur fyrir hópastarfi til þess að sporna við félagslegri einangrun og vanvirkni. Verkefni, fræðsla og umræður með það að markmiði að koma notendum út á almennan vinnumarkað, hefja nám eða auka lífsgæði.

Fjölmennt

Fjölmennt er símenntunar- og þekkingarmiðstöð sem skipuleggur námskeið fyrir fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með geðfötlun, frá 20 ára aldri.

Átraskanir

Eftirfarandi eru þau átröskunarúrræði sem fólk getur leitað til án tilvísunar frá fagaðila. Átröskunarteymi barna- og unglingageðdeildar tekur við tilvísunum frá fagaðilum, svo sem starfsmönnum heilsugæslu. Ítarlegri lista um úrræði fyrir átraskanir má finna hér.

Átröskunarteymi Landspítalans

Átröskunarteymi Landspítala er þverfaglegt teymi sem sinnir greiningu og meðferð við átröskunum og öðrum meðkvillum fyrir 18 ára og eldri. Átröskunarteymi Landspítala heyrir undir geðþjónustu og starfar á göngudeild. Í því starfa fjölskyldufræðingur, geðlæknir, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, næringarfræðingur, sálfræðingar og verkefnastjóri. Tekið er við tilvísunum frá fagfólki innan og utan spítalans. Þeir sem óska eftir ráðgjöf eða vantar að láta meta vanda sinn eru hvattir til að leita til síns heimilislæknis sem metur málið og sendir tilvísun til átröskunarteymi Landspítala ef þörf þykir. Linkur á heimasíðu átröskunarteymi landspítala

12 spora sjálfshjálparsamtök

Aba – Anorexíur og búlímíur - abaiceland.wordpress.com

Athvörf og klúbbar fyrir fólk með geðraskanir

Markmið athvarfa er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðraskanir að stríða.

Vin - Reykjavík

Hverfisgötu 47, sími 561-2612, netfang: vin@redcross.is

Laut - Akureyri

Brekkugötu 34, sími 462-6632, netfang: laut@simnet.is

HVER - Akranes

Kirkjubraut 1, sími 431-2040, netfang: hver@akranes.is

Ásheimar - Egilsstaðir

Miðvangi 22, sími 470-0795, netfang: asheimar@egilsstadir.is

Vesturafl - Ísafjörður

Mánagötu 6, sími 456-4406, netfang: vesturafl@isafjordur.is

Lækur - Hafnarfjörður

Hörðuvellir 1, sími: 585-5500 eða 664-5746

Dvöl - Kópavogur

Reynihvammi 43, sími 554-1260 eða 554-7274, netfang: dvol@kopavogur.is

Miðjan, geðræktarmiðstöð - Húsavík

Árgötu 12 fyrir 16 ára og eldri, Sólbrekku 28 fyrir 6 – 16 ára. Sími 464-1201.

Björgin, geðræktarmiðstöð - Suðurnes

Suðurgötu 12&15, 230 Reykjanesbæ, sími 420-3270, netfang: bjorgin@reykjanesbaer.is

Klúbburinn Strókur - Selfoss

Skólavöllum 1, sími 482-1757 Tilgangur Stróks er að auka tengsl fólks með geðraskanir við samfélagið. Hjá Strók fær hver og einn faglegan stuðning og klúbbmeðlimir veita hvor öðrum jákvæðan félagsskap.

Klúbburinn Geysir - Reykjavík

Skipholti 29, sími 551-5166 Starf Geysis gengur út á að sporna gegn einangrun og vanvirkni og einnig að aðstoða fólk við að komast í reynsluráðningu.

Unghugar Grófarinnar - geðverndarstöð

Unghugar Grófarinnar eru félagsskapur fólks sem vill hitta aðra á svipuðu reki og mynda jákvæð uppbyggileg tengsl sín á milli en verkefni hópsins miða sérstaklega að ungu fólki á aldursbilinu 18-30 ára. Stuðningshópurinn er einkum ætlaður ungu fólki sem glímt hefur við andlegar áskoranir, er félagslega eiangrað eða óvirkt í samfélaginu. Er starfrækt á Akureyri. Heimasíða Grófarinnar

Önnur samfélagsleg úrræði

Rauði Krossinn

Auk ýmissa úrræða tengd geðheilsu veitir Rauði Krossinn aðstoð til einstaklinga í alls kyns erfiðleikum. Úrræði eru meðal annarra sjóður sem veitir neyðarstyrki til þeirra sem búa við sárafátækt, áfallasjóður, fatakort, símavinir, vinahópar, aðstoð ungmenna við að komast aftur út í samfélagið, opin hús fyrir innflytjendur og flóttafólk, og fleira. Lesa má meira um úrræði Rauða Krossins á raudikrossinn.is

Hitt húsið

Bjóða upp á ýmsa aðstoð tengda atvinnuleit fyrir ungt fólk, frístundaúrræði fyrir ungmenni með fötlun, listhópa, hópastarf og fleira.

Hringsjá

Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla.

Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð

Samstarfsverkefni nokkura samtaka. Veita ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða.

Samtökin ´78

Samtökin ’78 bjóða upp á fría ráðgjöf til hinsegin fólks, aðstandenda hinsegin fólks og fagfólks. Ráðgjöf vegna persónulegra mála, félags- og sálfræðiráðgjöf og einnig lögfræðiráðgjöf.

Ljósið

Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Fölbreytt dagskrá, ýmis námskeið og hópar.

Alzheimerssamtökin

Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma. Bjóða meðal annars upp á ráðgjöf, fræðslufundi, stuðningshópa og vinnuhópa.

Foreldrahús - vímulaus æska

​Í Foreldrahúsi er boðið er uppá sálfræðiþjónustu og ráðgjöf fyrir börn og unglinga í einhvers konar vanda, ásamt ráðgjöf og stuðning fyrir alla fjölskylduna. Unnið með ýmis vandamál, svo sem vímuefnavanda unglinga, einelti, félagslega erfiðleika og hegðunarvanda. Einnig eru í boði sjálfstyrkingarnámskeið, fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar, sjálfstyrking fyrir foreldra og unglingahópar fyrir unglinga í fíkniefnavanda. Reka foreldrasímann 581-1799, opinn allan sólarhringinn, þar svarar fagaðili og veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning.

Tilvera, samtök um ófrjósemi

Ýmiskonar fræðsla og stuðningur, styrktarsjóður og kaffihúsaspjöll.

Félag einstæðra foreldra

Býður upp á sáttamiðlun, námskeið og ráðgjöf varðandi ýmis málefni svo sem forsjá, skilnaði, félagsleg vandamál og fleira, einnig hægt að fá símaráðgjöf.

W.O.M.E.N, samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi. Bjóða meðal annars fría viðtalsþjónustu, sjálfstyrkingarnámskeið og hópastarf.

Okkar Heimur

Okkar heimur er verkefni sem sett var á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn foreldra með geðrænan vanda og fjölskyldur þeirra. Helstu markmið þeirra er fræðsla, stuðningur og vitundavakning.

Fjarþjónusta

1717 og 1717.is

Rauði Krossinn rekur hjálparsímann 1717 og netspjall á 1717.is. Hægt er að hafa samband allan sólarhringinn, nafnlaust. Hægt að fá sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru.

Fjarþjónusta sálfræðinga

Fjölmargir fagaðilar bjóða upp á fjarþjónustu með notkun hugbúnaðarins Kara connect, sem er sérhannaður til að veita meðferð í gegnum netið með öruggum hætti. Listi yfir sálfræðinga sem nota Kara connect: karaconnect.com/salfraedingar

Tolumsaman.is

Fjarþjónusta Kvíðameðferðarstöðvarinnar.

Minlidan.is

Mín líðan býður upp á sálfræðimeðferð á netinu við einkennum þunglyndis og félagskvíða.

Sal.is

Ef hakað er við staðsetninguna “Internetið” í leitarvél sálfræðinga á sal.is má sjá lista af sálfræðingum sem veita þjónustu í gegnum internetið. Sá listi er ekki tæmandi.

Betrisvefn.is

Betri svefn bíður uppá fræðslu um svefn og meðferð við svefnleysi, bæði í gegnum internetið og hjá sálfræðingum í einstaklingstímum.

Værð

Sálfræðiþjónusta fyrir börn, unglinga og fullorðna. Sálfræðingar Værðar bjóða upp á almenna sálfræðiþjónustu í gegnum myndfundi á internetinu með öruggum hætti. Tilgangur fjarþjónustunnar er að bjóða upp á aukið aðgengi almennings að sálfræðimeðferð og ráðgjöf hjá löggildum sálfræðingum óháð búsetu.

Háskólanemar

Náms- og starfsráðgjöf - Allir íslenskir háskólar

Þjónusta, leiðbeiningar og stuðningur við nemendur. Breytilegt eftir skólum.

Sálfræðiráðgjöf náms- og starfsráðgjafar - Háskóli Íslands

Einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingum fyrir nemendur við HÍ. Bóka þarf viðtalstíma.

Sálfræðiráðgjöf háskólanema - Háskóli Íslands

Nemendum háskólans og börnum þeirra stendur til boða sálfræðiþjónusta framhaldsnema í klínískri sálfræði sem veita ráðgjöf undir faglegri handleiðslu löggiltra sálfræðinga.

SÁLRÆKT hópmeðferð - Háskóli Íslands

Fyrir háskólanemendur sem vilja leysa úr sálrænum vanda og bæta geðheilsu sína. Sálfræðingar og forstöðumaður sálfræðiráðgjafarinnar leiðbeina í meðferðinni.

Sálfræðiþjónusta, hópmeðferð - Háskólinn í Reykjavík

Nemendur Háskólans í Reykjavík geta sótt sér sálfræðiþjónustu innan háskólans. Í því felst sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska.

Sorg og missir

Sorgarmiðstöð

Sorgarmiðstöð sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra. Fræðsluerindi, hópastarf og ýmsir viðburðir. Sorgarmiðstöð er samstarfsverkefni fjögurra félaga á sviði sorgarúrvinnslu: Ný dögun, Birta landssamtök, Ljónshjarta og Gleym mér ei styrktarfélag.

Ný dögun: Stuðningur í sorg

Rekur ýmsa stuðningshópa innan Sorgarmiðstöðvar.

Ljónshjarta

Samtök til stuðnings yngra fólks (20-50 ára) sem misst hefur maka og barna þeirra.

Gleym mér ei

Félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu.

Birta landssamtök

Landssamtök foreldra og forráðamanna barna og ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust.

Pieta - samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða

Aðstandendur sem hafa misst eða eiga ástvin í vanda vegna sjálfsvígs, sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða geta sótt stuðninghópa og fengið ráðgjöf.

12 spora sjálfshjálparsamtök:

AA – Alkahólistar - aa.is

Aba – Anorexíur og búlímíur - abaiceland.wordpress.com

Al-anon – Aðstandendur alkahólista - al-anon.is

Coda – Nafnlausir meðvirklar - coda.is

DA – Nafnlausir skuldarar - daisland.wordpress.com

DRA – Tvíþættur vandi - draonline.org/is/

GA – Spilafíkn - gasamtokin.is

GSA – Matarfíkn - gsa.is

NA – Fíkniefnaánetjun - nai.is

OA – Matarfíkn eða átröskun - oa.is

SASA – Fórnalömb kynferðismisnotkunar

SLAA – Ástar og kynlífsfíkn - slaa.is

Vinir í bata – Stjórnleysi almennt - viniribata.is

Úrræði tengd ofbeldi

Stígamót

Þolendur kynferðisofbeldis geta komið til Stígamóta í gjaldfrjáls viðtöl.

Kvennaathvarfið

Kvennaathvarfið er athvarf fyrir konur sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Boðið upp á dvöl í athvarfinu. Þolendur og aðstandendur geta einnig fengið gjaldfrjáls viðtöl.

Bjarkarhlíð Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum.

Heimilisfriður, meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum

Niðurgreidd sálfræðimeðferð fyrir ofbeldisgerendur í nánum samböndum af báðum kynjum og áhættumatsviðtöl við þolanda ofbeldis. Fyrir þá sem beita andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Bjarmahlíð

Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir einstaklinga frá 16 ára aldri sem hafa verið beittir ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar.

Aflið

Aflið er samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis.

Sigurhæðir

Sigurhæðir bjóða konum 18 ára og eldri samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferð á þeirra forsendum. Í boði er einstaklings- og hópmeðferð ásamt sérhæfðri áfallameðferð. Þá er lögregla til staðar innan Sigurhæða til að veita ráðgjöf og upplýsingar og sömuleiðis er lögfræðileg ráðgjöf í boði. Sérstök fræðsla um réttindi innflytjendakvenna er einnig fáanleg, sem og túlkaþjónusta. Staðsett á Selfossi.

Taugaþroskaraskanir

ADHD samtökin

ADHD samtökin eru landssamtök til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir.

Einhverfusamtökin

Bjóða upp á stuðningshópa fyrir unglinga og fullorðna með einhverfu og aðstandendur. Hópar starfræktir í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Akureyri.

Specialisterne, specialisterne.is

Bjóða upp á endurgjaldslausa atvinnuþjálfun og mat á atvinnufærni fyrir einstaklinga á einhverfurófi auk þess að aðstoða við atvinnuleit og skapa atvinnutækifæri sem henta þeim einstaklingum.

Þjóðkirkjan

Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er með fjölskyldumeðferðarfræðinga að störfum. Prestar taka einnig á móti fólki til viðtals vegna margs konar vanda. Í kirkjum landsins er skipulagt starf, til dæmis foreldramorgnar og barnastarf. Hjálparstarf kirkjunnar býður ýmis konar stuðning, meðal annars félagsráðgjafa sem hægt er að leita til.

Kvartanir og athugasemdir vegna þjónustu

Landlæknir - kvartanir vegna Landspítala

Umboðsmaður Alþingis - kvartanir vegna úrræða á vegum ríkisins

Umboðsmaður borgarbúa - kvartanir vegna þjónustu Reykjavíkurborgar

Geðhjálp - kvartanir vegna geðheilbrigðisþjónustu