Forsíða Geðfræðsla Fyrir Foreldra Um Hugrúnu

AÐALFUNDUR OG KOSNINGAR

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.​ ​Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.​ ​Skýrsla stjórnar lögð fram

3.​ ​Reikningar lagðir fram til samþykktar

4.​ ​Lagabreytingar

  1. Erindi og styrkveiting frá Dagnýju, rithöfundi bókarinnar "Á heimsenda".

  2. Kosning formanns

  3. Kosning fræðslustjóra

  4. Kosning markaðsstjóra

  5. Kosning fulltrúa námsbrauta/aðildarfélaga

--> Kosning fulltrúa grunnnema í sálfræði

--> Kosning fulltrúa grunnnema í hjúkrunarfræði

--> Kosning fulltrúa grunnnema í læknisfræði

--> Kosning fulltrúa klínískra meistaranema í sálfræði

  1. Kosning meðstjórnanda

  2. Kosning ritstjóra

12.​ ​Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

13.​ ​Önnur mál

Til þess að hafa atkvæðisrétt á fundinum þarf að vera háskólanemandi og skráður í félagatal Hugrúnar. Hægt er að skrá sig í félagið hér: https://forms.gle/RiYtnr8FE7FUToV48

Frambjóðendur verða að vera skráðir í háskólanám við íslenskan háskóla eða að hafa útskrifast úr slíkum fyrir minna en ári.

Allir félagar Hugrúnar geta lagt fram lagabreytingartillögur og þurfa þær að berast viku fyrir aðalfund, eða í síðasta lagi 2. apríl, á netfangið hugrunhugur@gmail.com. Lög Hugrúnar má finna hér: https://drive.google.com/file/d/1KHKUGKZraGjpMn-4wyc4wt6bwq5O2JCH/view?usp=sharing

Framboðum skal skilað til stjórnar Hugrúnar í síðasta lagi fyrir klukkan 23:59, 8. apríl. Framboð skulu berast á kristinhulda2112@gmail.com

Hafið þið einhverjar spurningar má senda skilaboð á Hugrúnu á Facebook, eða tölvupóst á hugrunhugur@gmail.com