Hugrún geðfræðslufélag

Hugrún var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Síðan þá hafa fjölmargir aðilar komið að starfi félagsins úr ýmsum greinum háskólans og víðar. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. 

Á meðal verkefna sem félagið hefur staðið að auk fræðslu í framhaldsskólum eru opið fræðslukvöld í Háskóla Íslands, greinaskriftaátak í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október og fræðsla og kynningar í félagsmiðstöðvum, fyrir foreldra- og nemendafélög og fleiri.

Stjórn félagsins

Stjórn Hugrúnar er skipuð tveimur fulltrúum úr hverju aðildarfélagi auk formanns, fræðslustjóra og fjáröflunarstjóra sem kosnir eru á aðalfundi. Varaformaður, gjaldkeri og ritari (í ár eru ritararnir tveir) eru kosnir á fyrsta stjórnarfundi félagsins. Stjórn Hugrúnar sér um daglega starfsemi félagsins og skipar nefndir og ritstjórn á vegum þess.

  • Formaður: Steinn Thoroddsen Halldórsson
  • Varaformaður og fulltrúi læknanema: Erna Hinriksdóttir
  • Gjaldkeri og fulltrúi læknanema: Ágúst Ingi Guðnason
  • Ritari og fulltrúi Cand. Psych. nema: Auður Gróa Valdimarsdóttir
  • Ritari og fulltrúi hjúkrunarfræðinema: Elísabet Brynjarsdóttir
  • Fræðslustýra: Jóhanna Andrésdóttir
  • Fjáröflunarstýra: Ragna Sigurðardóttir
  • Fulltrúi hjúkrunarfræðinema: Elín Björnsdóttir
  • Fulltrúi grunnnema í Sálfræði: Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Meðlimir Hugrúnar hafa það sameiginlegt að vera mjög annt um að upplýsa ungt fólk um mikilvægi geðheilbrigðis

Steinn Thoroddsen Halldórsson er starfandi formaður Hugrúnar