Forsíða Geðfræðsla Fyrir Foreldra Um Hugrúnu

HVERT SKAL LEITA?

Ef þú eða einhver sem þú þekkir stundar sjálfsskaða eða er með dauða- og/eða sjálfsvígshugsanir er mjög mikilvægt að ræða við einhvern sem þú treystir og helst fagaðila. Sjálfsvígshugsanir er algengur vandi og getur verið eðlilegt viðbragð við mikilli streitu eða vanlíðan. Það er hægt að fá góða aðstoð við vanda eins og sjálfsskaða og sjálfsvígshugsunum.

Þú getur til dæmis leitað til:

  • 1717 - hjálparsími Rauða Krossins eða netspjall á raudikrossinn.is
  • Heilsugæslan. Hægt er að leita brátt á heilsugæslu og ræða við hjúkrunarfræðing sem getur kallað til lækni sé talin þörf á því.
  • Píeta samtökin (pieta.is)
  • Bergið headspace fyrir ungmenni upp að 25 ára aldri (bergid.is)
  • Sálfræðingar á stofu (sal.is)
  • Bráðamóttaka geðsviðs eða bráðamóttakan Fossvogi. Ef vandi er bráður og alvarlegur og þarfnast þjónustu tafarlaust. Opið er á bráðamóttöku geðsviðs á Hringbraut frá kl. 12 til 19 alla virka daga og frá 13-17 um helgar og alla rauða daga. Utan opnunartíma bráðamóttöku geðþjónustu Landspítala er hægt að leita á slysa- og bráðadeild Landspítala í Fossvogi, sem er opin allan sólarhringinn og veitir bráðaþjónustu vegna geðræns vanda þegar lokað er á bráðaþjónustu á Hringbraut.
  • Ef vandinn er bráður og alvarlegur hjá einstakling undir 18 ára aldri er hægt að leita á bráðamóttöku barna á Barnaspítalanum á Hringbraut. Einnig er hægt að hafa samband við bráðateymi BUGL í síma 543 4300 á milli kl. 08 og 16:00 alla virka daga.

Ítarlegri lista af úrræðum á Íslandi má finna hér.

Ítarlegra lesefni um sjálfsskaða