FRÆÐSLUKVÖLD HUGRÚNAR

Fræðslukvöldin verða fimm talsins, þann 10., 12., 17., 18. og 19. september og hefjast öll klukkan 16:30. Á geðfræðslukvöldunum koma fram bæði einstaklingar sem hafa glímt við geðrænan vanda og fagaðilar, og tala um geðsjúkdóma, geðheilsu og úrræði.

Kvöldin eru opin öllum áhugasömum svo lengi sem sætafjöldi leyfir.

Til þess að verða fræðari og halda fyrirlestra í framhaldsskólum fyrir hönd Hugrúnar í vetur þarf að mæta á a.m.k. þrjú fræðslukvöld af fimm og mæta á fræðsludag Hugrúnar sem verður þann 22. september.

Allir háskólanemar geta orðið fræðarar, en skráning fræðara fer fram hér: https://goo.gl/forms/lb6aGMFlf5c9L6Du2

Hlökkum til að sjá ykkur!