Forsíða Geðfræðsla Fyrir Foreldra Um Hugrúnu

HVERT SKAL LEITA?

Heilsugæslan: Þegar fólk leitar sér aðstoðar hjá fagfólki er fyrsti viðkomustaður yfirleitt heilsugæslan. Fyrsta skrefið er að bóka sér tíma hjá lækni sem getur vísað þér á viðeigandi aðila ef ekki næst að leysa vandann þar. heilsugaeslan.is

Bráðamóttaka geðsviðs: Ef ástandið er brátt eða alvarlegt skal ekki hika við að leita á bráðamóttöku geðsviðs á Landspítala, en þangað getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma. Bráðamóttaka geðdeildar er staðsett á 1. hæð í geðdeildarbyggingunni á Hringbraut. Bráðamóttakan er opin frá kl. 12:00-19:00 á virkum dögum og frá kl. 13:00-17:00 um helgar og er síminn 543 4050. Í neyðartilfellum utan þess tíma er hægt að leita til bráðamóttökunnar á Landspítala Fossvogi. landspitali.is

Á einkastofur sálfræðinga: Á heimasíðu Sálfræðingafélags Íslands sal.is er leitarvél sem nota má til að finna sálfræðinga út frá staðsetningu, tungumáli, sérhæfingu og fleiri þáttum.

Á einkastofur geðlækna: Fjöldi geðlækna veita lyfja- og samtalsmeðferð á einkastofum sínum.

Geðhvarfateymi Laugarássins: Teymið er sértækt og þverfaglegt úrræði á geðsviði fyrir einstaklinga sem hafa nýlega greinst með geðhvörf I, sérstaklega þá einstaklinga sem legið hafa á bráðageðdeild. Teymið býður upp á hópfræðslu og mikla eftirfylgni eftir útskrift og er markmið teymisins að fækka veikindalotum, innlögnum og hafa jákvæð áhrif á sjúkdómsgang. Beiðnir um þjónustu frá geðhvarfateyminu þurfa að vera sendar inn af fagaðila og skulu berast til matsteymis Laugarássins. Heimasíða

Ítarlegri lista af úrræðum á Íslandi má finna hér.