Forsíða Geðfræðsla Fyrir Foreldra Um Hugrúnu

HVERT SKAL LEITA?

Göngudeild SÁA

Góðu fréttirnar eru þær að til er árangursrík meðferð. Flestir sem leita aðstoðar og horfast í augu við vandann ná góðum árangri. Meðferðin getur verið mjög mismunandi, allt frá einu viðtali yfir í viðamikla meðferð sem stendur í vikur, mánuði eða ár. Rétta leiðin fer eftir því hversu alvarlegur vandi einstaklingsins er. Ef þú heldur að þú eða einhver sem þér þykir vænt um þurfi aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda talaðu þá getur þú leitað til göngudeildar SÁÁ og pantað þér viðtal eða haft samband í síma 530-7600 (sjá www.saa.is).

Fíknigeðdeild Landspítala

Á fíknigeðdeild er lögð áhersla á þjónustu fyrir einstaklinga með alvarlegan fíkni- og geðvanda (tvígreiningu). Breiður hópur fagfólks vinnur saman að því að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem stuðla að eða viðhalda báðum sjúkdómum. Meðferðarnálgun er fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers einstaklings. Beiðnir um þjónustu fíknigeðdeildar þurfa að berast með tilvísun frá fagaðila eða með því að senda beiðni um meðferð í pósti.

Ítarlegri lista af úrræðum á Íslandi má finna hér.

Texti unninn af Dr. Ingunni Hansdóttur yfirsálfræðingi hjá SÁÁ