Forsíða Geðfræðsla Fyrir Foreldra Um Hugrúnu

Fíkniraskanir

Hvernig lýsir fíkn sér?

Fíknisjúkdómur einkennist af:

  • Stjórnleysi þ.e. meira er notað af vímuefninu eða notað lengur en ætlað var, endurteknar tilraunir til að draga úr eða hafa stjórn á neyslunni án árangurs, og mikill tími fer í neysluna (að verða sér úti um áfengi/vímuefni, að nota áfengi/vímuefni, eða jafna sig eftir neyslu) og getuleysi til að halda viðvarandi bindindi
  • Fíkn/sterkri löngun
  • Alvarlegum afleiðingum þar neyslan veldur skertri getu til að sinna skyldum sínum, viðvarandi vandamála í samskiptum, dregið er úr félagslegum samskiptum og ástundun áhugamála, auk þess sem neyslu er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi truflun á heilsu, bæði á líkama og sál.
  • Erfiðleikum með að sjá veruleg vandamál í hegðun sinni og samskiptum við aðra
  • Líkt og í öðrum langvinnum sjúkdómum, skiptast gjarnan á tímabil bata og falla í fíknsjúkdómnum. Án meðferðar eða skuldbindingar í bataferli, er fíknisjúkdómurinn stig versnandi og getur leitt til fötlunar eða ótímabærs dauða.