Forsíða Geðfræðsla Fyrir Foreldra Um Hugrúnu

HVERT SKAL LEITA?

Úrræði fyrir einstaklinga undir 18 ára:

Átröskunarteymi BUGL: Átröskunarteymið er sérhæft teymi göngudeildar sem hefur fyrstu aðkomu að málum þar sem líklegt er að um átröskun sé að ræða hjá barni eða unglingi. Átröskunarteymið veitir bæði greiningu og meðferð. Meðferðin miðar að því að hjálpa barni/unglingi að takast á við veikindin með stuðningi foreldra og fagfólks. Lögð er áhersla á að barnið og foreldrarnir læri nýjar og betri leiðir til að takast á við átröskunina og fái betri innsýn í hvaða þættir hindra bata. Leitast er við að efla sjálfsmynd, líkamsmynd, félagslega færni og samskipti í fjölskyldu í því skyni að bæta líðan og lífsgæði til lengri tíma. Linkur á heimasíðu BUGL

Heilsugæslan: Heimilislæknar geta metið vandann og sent tilvísun á m.a. BUGL með samþykki sjúklings. Linkur á upplýsingar um sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins

Námsráðgjafi eða skólasálfræðingar: Gott er að leita til aðila í skólanum eins og til námsráðgjafa eða skólasálfræðings t.d. til þess að ræða málin eða til þess að fá upplýsingar um viðeigandi aðstoð. Þeir geta síðan sent tilvísun á Landspítalann með samþykki nemanda en Landspítalinn tekur við tilvísunum frá m.a. skólum og öðrum fagaðilunum.

Sálfræðingar á stofum: Ýmsir sálfræðingar á stofum sinna meðferð við átröskunum. Hægt er að leita að sálfræðingum og upplýsingum um þjónustu þeirra í gagnagrunni sálfræðinga. Linkur á gagnagrunn sálfræðinga

Úrræði fyrir 18 ára og eldri:

Átröskunarteymi Landspítala: Átröskunarteymið er þverfaglegt teymi sem starfar bæði á dagdeild og göngudeild. Teymið samanstendur af sálfræðingum, lækni, félagsráðgjafa/fjölskylduþerapista, næringarfræðingi, iðjuþjálfum og ráðgjöfum. Átröskunarteymið er staðsett á göngudeild Klepps.

Átröskunarteymi Landspítalans tekur við tilvísunum frá fagfólki innan og utan LSH, skólum og öðrum fagaðilum. Fólk getur einnig haft sjálft samband við átröskunarteymið til að fá ráðgjöf, það er gert með því að senda tölvupóst á atroskun@landspitali.is. Í kjölfarið hefur starfsmaður átröskunarteymis samband símleiðis og metur þörf fyrir beiðni um meðferð og ráðleggur um næstu skref. Linkur á heimasíðu átröskunarteymis Landspítalans

Heilsugæslan: Heimilislæknar geta metið vandann og sent tilvísun til m.a. átröskunarteymisins með samþykki sjúklings. Linkur á upplýsingar um sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins

Námsráðgjafi eða skólasálfræðingar: Gott er að leita til aðila í skólanum eins og til námsráðgjafa eða skólasálfræðings t.d. til þess að ræða málin eða til þess að fá upplýsingar um viðeigandi aðstoð. Þeir geta sent tilvísun á Landspítalann með samþykki nemanda en Landspítalinn tekur við tilvísunum frá m.a. skólum og öðrum fagaðilunum.

Sálfræðingar á stofum: Ýmsir sálfræðingar á stofum sinna meðferð við átröskunum. Hægt er að leita að sálfræðingum og upplýsingum um þjónustu þeirra í gagnagrunni sálfræðinga. Linkur á gagnagrunn sálfræðinga

Ítarlegri lista af úrræðum á Íslandi má finna hér.