Fjórða og síðasta fræðslukvöld Hugrúnar verður haldið miðvikudaginn 27.september og hefst dagskráin eins og önnur kvöld kl. 16:30 með kynningu fundarstjóra. Anna Ólafsdóttir formaður Geðhjálpar kynnir starf samtakanna, Elín Inga Bragadóttir segir reynslusögu af fíkn og átröskun og Ísafold Helgadóttir geðlæknir flytur erindi um geðhvörf. Eftir matarpásu fáum við svo að heyra erindi frá Steinunni Önnu Sigurjónsdóttur sálfræðingi um geðhvörf og að lokum kemur Svala Jóhannesdóttir frá Rauða Krossinum og segir frá skaðaminnkun.

Fræðslukvöldin eru öllum opin og við hvetjum sem flesta til að mæta.