Þá er komið að þriðja fræðslukvöldi Hugrúnar. Þar mun ýmsa grasa gæta en við fáum að heyra erindi um fíkn frá SÁÁ, Nanna Briem geðlæknir mun fjalla um geðrofssjúkdóma og Tómas Kristjánsson sálfræðingur heldur erindi um sjálfsskaða. Við fáum einnig að heyra þrjár reynslusögur. Iðunn Garðarsdóttir segir frá reynslu sinni af OCD, Elías Þórsson segir frá reynslu sinni af geðhvörfum og Garðar Sölvi Helgason segir frá reynslu sinni af geðklofa.

Fræðslukvöldið er haldið í Hringssalnum í Barnaspítala Hringsins og er öllum opið.