Núna á fimmtudaginn 21.september er komið að öðru fræðslukvöldi Hugrúnar. Dagskráin hefst kl.16:30 með ávarpi fundarstjóra. Agnes Agnarsdóttir mun svo flytja erindi sem ber heitið ,,Hvert á að leita?”. Í beinu framhaldi af því mun Engilbert Sigurðsson geðlæknir fjalla um þunglyndi og Atli Jasonarson segir frá glímu sinni við þunglyndi. Eftir matarpásuna sem er á sínum stað kl. 18:30 til kl. 19:00 þá kemur Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir og flytur erindi um fíkn.

Ef þú hyggst gerast fræðari hjá Hugrúnu þá þarftu að skrá þig, mæta á að minnsta kosti þrjú fræðslukvöld sem og í fræðsluferðina sem farin verður þann 30.september.

Fræðslukvöldin eru öllum opin og hvetjum við fólk til þess að fjölmenna.