Geðfræðslufélagið Hugrún auglýsir eftir ritstjóra og ritstjórn fyrir vefsíðu félagsins, gedfraedsla.is. Vefurinn inniheldur greinar og fræðsluefni tengt geðheilbrigði auk þess sem fréttir af starfi félagsins birtast á síðunni. Ritstjórn sér um að uppfæra efni á heimasíðunni og móta stefnu um útlit og hlutverk heimasíðunnar í samráði við stjórn félagsins. Ritstjóri stýrir ritstjórn og ber ábyrgð á heimasíðunni. Auk þess á ritstjóri sæti í stjórn Hugrúnar.

Umsóknir sendist á gedfraedsla@gedfraedsla.is. Tekið skal sérstaklega fram hvort sóst er eftir stöðu ritstjóra eða aðild að ritstjórn. Umsóknarfrestur er til og með 3. október.

Hugrún – geðfræðslufélag var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunar-, sál- og læknisfræði við Háskóla Íslands. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma og hefur félagið haldið yfir 100 fyrirlestra í framhaldsskólum frá stofnun félagsins.

Hægt er að hafa samband við Elísabetu Brynjarsdóttur, formann félagsins í síma 8458630 eða í gegnum netið fyrir frekari upplýsingar. Hægt er að fylgjast með félaginu á like-síðu þess, https://facebook.com/gedfraedsla, ásamt því sem öllum áhugasömum um að taka þátt í starfinu er bent á Facebook-hópinn Geðfræðsla! (https://www.facebook.com/groups/198401250522459/)