Hugrún geðfræðslufélag stendur fyrir röð fræðslukvölda og er það fyrsta þann 19. september næstkomandi. Dagskráin hefst klukkan 16:30 með kynningu fundarstjóra. Á þessu fyrsta kvöldi mun Ingólfur Sigurðsson deila reynslusögu af kvíða og Hrund Scheving hjúkrunarfræðingur tala um geðrækt. Eins mun Sonja Björg Jóhannsdóttir segja frá reynslusögu aðstandanda og Dóra Júlía Agnarsdóttir deila sinni sögu af glímu við átröskun. Við hvetjum sem flesta til að mæta.

 

Til að gerast fræðari hjá Hugrúnu þá þarf að skrá sig, mæta á að minnsta kosti þrjú fræðslukvöld og síðan í fræðsluferðina. Allir háskólanemar geta orðið fræðarar.