Hugrún geðfræðslufélag leitar nú að útsendurum/fræðurum fyrir skólaárið 2017-2018. Til þess að verða fræðari fyrir Hugrúnu þarf að mæta á að minnsta kosti 3 fræðslukvöld og mæta í fræðsluferðina okkar. Fræðslukvöldin eru fjögur og hvetjum við að sjálfsögðu alla til þess að mæta á þau öll.

Fræðslukvöldin okkar verða haldin 19., 21., 25. og 27. september frá 16:30-20:00. Þau verða auglýst betur bráðlega, en takið endilega dagsetningarnar frá. Á fræðslukvöldunum koma bæði einstaklingar með reynslusögur sem og fagaðilar og fræða okkur um geðsjúkdóma og geðheilbrigði. Fræðslukvöldin eru opin öllum áhugasömum, ekki bara þeim sem hyggjast gerast fræðarar.

Fræðsluferðin verður svo laugardaginn 30. september og er hún yfir eina nótt. Í fræðsluferðinni munum við fara ítarlega yfir fyrirlestur Hugrúnar og ykkur kennt hvernig á að halda fyrirlestur fyrir okkar hönd. Eftir að hafa mætt á þessi fræðslukvöld og í ferðina megið þið fræða ungmenni fyrir hönd Hugrúnar. Að lágmarki verður að taka/flytja þrjá fyrirlestra yfir tvær annir til þess að fá viðurkenningarskjal frá Hugrúnu.