Seinni hluti aðalfundar Hugrúnar geðfræslufélags fór fram 21. apríl í Lögbergi. Elísabet Brynjarsdóttir var þar kjörinn nýr formaður Hugrúnar geðfræðslufélags. Elísabet er að útskrifast úr hjúkrunarfræði nú í sumar, en ætlar sér að vera í lágu starfshlutfalli og sinna formannsstarfinu af heilum hug meðfram starfi.

Sólveig Anna Daníelsdóttir er fulltrúi cand psych nema, Hafrós Lind Ásdísardóttir er fulltrúi hjúkrunarfræðinema, Ágúst Ingi Guðnason er fulltrúi læknanema, Jóhanna Andrésdóttir er fræðslustjóri og Sonja Sigríður Jónsdóttir, sálfræðinemi, er markaðsstjóri.

Kjósa þurfti í tvö embætti, en þau voru fulltrúi grunnema í sálfræði og meðstjórnandi. Kristín Hulda Gísladóttir var kosin í embætti fulltrúa sálfræðinema og Kristín Fjóla Reynisdóttir var kosin meðstjórnandi.

Ritstjórn óskar nýkjörinni stjórn til hamingju og velfarnaðar á komandi starfsári.
Frá vinstri: Sonja markaðsstjóri, Kristín Hulda fulltrúi sálfræðinema, Jóhanna fræðslustjóri, Elísabet formaður, Kristín Hulda meðstjórnandi ásamt Þórhildi ristjóra gedfraedsla.is. Á mynd vantar Ágúst Inga Guðnason, fulltrúa læknisfræðinema, Hafrósu Lind Ásdísardóttur, fulltrúa hjúkrunarfræðinema og Sólveigu Önna Daníelsdóttur, fulltrúa cand. psych nema.