Þann 13. apríl 2016, fyrir akkúrat ári síðan, var stofnfundur Hugrúnar – geðfræðslufélags haldinn í Háskóla Íslands. Fjöldi sálfræðinema, hjúkrunarfræðinema og læknanema komu að stofnun félagsins og mættu á fundinn, en síðan þá hafa fjöldamargir bæst í hópinn. Á starfsárinu hafa fyrirlesarar Hugrúnar frætt framhaldsskólanema um allt land, haldið erindi fyrir almenning, foreldra og kennara, og opnað vefsíðu um geðfræðslu og geðheilbrigði.

Takk – allir sem hafa lagt verkefninu lið undanfarið ár; við hlökkum til komandi starfsárs!

Mynd: nýkjörin stjórn á stofnfundi Hugrúnar 13. apríl 2016; á myndina vantar Elísabetu Brynjarsdóttur, fulltrúa hjúkrunarfræðinema.