Kara Elvarsdóttir hefur glímt við kvíða frá því að hún man eftir sér. Hún segir það pirrandi þegar fólk geri sér ekki grein fyrir því að þeir sem glíma við kvíða viti oft að áhyggjurnar eru oft ekki á rökum reistar. Kara fer yfir sína sögu í myndabndinu hér að neðan og segir meðal annars frá því hvernig það hafi verið að leita sér hjálpar.

Myndband þetta er unnið af Þórhildi Erlu Pálsdóttur en þetta er hluti af lokaverkefni hennar til meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku.