Steinn Thoroddsen Halldórsson

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 10. október

Næstkomandi mánudag, 10. október, verður Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur í 25.skipti. Markmið dagsins eru meðal annars að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning og sporna gegn fordómum. Markmið dagsins ríma vel við markmið Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags nemenda við Háskóla Íslands. Félagið var stofnað snemma í vor í þeim tilgangi að fræða ungt fólk um geðheilbrigði…